Sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og það bar árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 11:30 Sergio Garcia og Mark Johnson er í bakgrunni. Vísir/Getty Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira