Fótbolti

Íslenska liðið mun fljúga heim frá Tyrklandi strax um nóttina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska liðið sem byrjaði síðasta leik.
Íslenska liðið sem byrjaði síðasta leik. Vísir/Eyþór
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stoppar ekki lengi í Tyrklandi eftir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2018.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því þegar hann tilkynnti íslenska hópinn í dag að íslenska liðið myndi fljúga beint heim til Íslands um nóttina eftir Tyrkjum.

Íslenska liðið mun bjóða íslenskum fjölmiðlamenn með í þá vél sem fer beint frá Tyrklandi til Keflavíkur.

Leikur Tyrklands og Íslands fer fram í Eskisehir föstudaginn 6. október og hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.  Íslenski hópurinn flýgur því heim um miðja nótt.

Íslenska liðið mun með þessu nýta sem mestan tíma til að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er á móti Kósóvó á Laugardalsvelli strax mánudaginn eftir.

„Við viljum gefa leikmönnum sem mest frí eftir fyrri leikinn,“ sagði Heimir en hann takmarkar líka aðgengi íslenskra fjölmiðla að leikmönnum milli leikjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×