Manndráp á Melunum: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 15:17 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32