Miðflokkur Sigmundar tekinn fyrir á Twitter: „X-M? Er það fyrir alla með exem?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, býður fram undir listabókstafnum M, X-M. vísir/auðunn Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52