Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:02 Frá þinginu í Genf í gær. Twitter Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu. Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu.
Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38