Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:02 Frá þinginu í Genf í gær. Twitter Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu. Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu.
Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent