Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 09:11 Engin leið verður að lagfæra James Webb-geimsjónaukann þegar hann verður kominn út í geim. Því fara stjórnendur hans sér í engu óðslega með að skjóta honum á loft. Vísir/AFP James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft á næsta ári eins og til stóð. Nú er áætlað að skjóta honum á loft vorið 2019 eftir að hægar gekk að samþætta og innleiða tækjabúnað sjónaukans en gert hafi verið ráð fyrir. Bandaríska geimstofnunin NASA tilkynnti þetta í gær en James Webb er samvinnuverkefni hennar, Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og þeirrar kanadísku. Upphaflega stóð til að skjóta sjónaukanum, sem er ætlað að vera arftaki Hubble-geimsjónaukans, í október á næsta ári. Nú er stefnt að því að geimskotið geti farið fram einhvern tímann á tímabilinu mars til júní árið 2019, að því er segir í frétt Space.com. James Webb verður stærsti geimsjónauki sögunnar. Speglar hans eru 6,5 metrar að þvermáli, borið saman við 2,4 metra Hubble-sjónaukans. Ólíkt Hubble sem var á braut um jörðu verður James Webb komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft á næsta ári eins og til stóð. Nú er áætlað að skjóta honum á loft vorið 2019 eftir að hægar gekk að samþætta og innleiða tækjabúnað sjónaukans en gert hafi verið ráð fyrir. Bandaríska geimstofnunin NASA tilkynnti þetta í gær en James Webb er samvinnuverkefni hennar, Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og þeirrar kanadísku. Upphaflega stóð til að skjóta sjónaukanum, sem er ætlað að vera arftaki Hubble-geimsjónaukans, í október á næsta ári. Nú er stefnt að því að geimskotið geti farið fram einhvern tímann á tímabilinu mars til júní árið 2019, að því er segir í frétt Space.com. James Webb verður stærsti geimsjónauki sögunnar. Speglar hans eru 6,5 metrar að þvermáli, borið saman við 2,4 metra Hubble-sjónaukans. Ólíkt Hubble sem var á braut um jörðu verður James Webb komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00