Bjarki berst um Evrópumeistaratitilinn hjá Fightstar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 12:55 Þetta verður svakalegur bardagi. Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið. MMA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið.
MMA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira