Amanda Nunes varði titilinn í jöfnum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. september 2017 06:13 Vísir/Getty Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30