Lögrelan á höfuðborgarsvæðinu brást við tveimur tilkynningum um heimilisofbeldi í nótt. Í báðum tilfellum áttu ölvaðir, karlmenn á fertugsaldri í hlut. Annar maðurinn var handtekinn á tólfta tímanum í heimahúsi í Kópavogi og segir í skeyti lögreglu að hann hafi ráðist þar að eiginkonu sinni.
Hinn maðurinn var hadntekinn rúmri einni og hálfri klukkkustund síðar í Hafnafirði fyrir líkamsárás gegn sambýliskonu sinni. Báðir mennirnir voru fluttir í fangageymslu þar sem þeir hafa varið nóttinni.
Þá vöru tveir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu voru þeir báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
