Mourinho og Conte segja ensku úrvalsdeildina of sterka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Jose Mourinho og Antonio Conte Vísir/getty Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00