Fótbolti

Miðasala á HM 2018 hefst á fimmtudaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
HM 2018 fer fram í Rússlandi.
HM 2018 fer fram í Rússlandi. Vísir/Getty
Miðasala fyrir lokakeppni Heimsmeitaramótsins í Rússlandi 2018 hefst á fimmtudaginn, 14. september.

Rússland, Brasilía, Íran, Japan, Mexíkó, Belgía, Suður-Kórea og Sádí Arabía hafa nú þegar tryggt sér sæti í keppninni.

Miðasalan fer fram í nokkrum skrefum, og er það fyrsta opið frá 14. september til 12. október 2017. Þá leggja stuðningsmenn fram umsókn um miðakaup, og skiptir ekki máli hvort umsókn sé gerð á fyrsta eða síðasta degi, allir eiga jafn góða möguleika á að fá miða.

Því geta íslenskir stuðningsmenn andað rólega þar til síðustu leikjum undankeppninnar líkur áður en þeir leggja inn umsókn fyrir miðum.

Ef þær umsóknir sem berast eru fleiri en heildarfjöldi miða þá verður dregið af handahófi úr hópi umsókna. Allir umsækjendur fá niðurstöðu umsóknar sinnar birta fyrir 16. nóvember 2017.

Ísland er í öðru sæti I-riðils, jafnt að stigum og Króatar í efsta sætinu, og því í góðum séns á að komast í lokakeppnina. Lokaleikir undankeppninnar fara fram 6. október í Tyrklandi og 9. október á Laugardalsvelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×