Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 17:00 Með hækkandi sjávarstöðu og hlýnandi jörðu eykst hættan á öflugum fellibyljum og flóðum. Myndin er frá Jacksonville þar sem ár flæddu yfir bakka sína í gær. Vísir/AFP Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð. Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð.
Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira