Willum: Mjög markviss vinna með unga leikmenn í KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 17:36 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag.KR steinlá fyrir ÍBV, 0-3, í Pepsi-deildinni á laugardaginn. Willum var talsvert gagnrýndur fyrir að nota Guðmund Andra Tryggvason ekki í leiknum. Þjálfarinn segir að umræðan hafi verið á villigötum enda hafi Guðmundur Andri verið meiddur. „Annar flokkurinn spilaði mjög erfiðan og þýðingarmikinn leik á fimmtudegi þar sem Guðmundur Andri meiddist á ökkla. Það ærðist allt þegar hann kom ekki inn á. Hann var bara meiddur og treysti sér ekki inn á,“ sagði Willum. „Við verðum líka að passa upp á hann. Hann spilaði 90 mínútur á laugardegi á móti Wales, 90 mínútur á þriðjudegi gegn Wales, 90 mínútur á fimmtudegi á móti Breiðabliki. Þetta var stórkarlalegur leikur á margan hátt og hörkunávígi. Hann treysti sér ekki inn á.“ Willum hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir að gefa ungum KR-ingum ekki nógu mörg tækifæri í sumar. Hann segir að það sé markvisst unnið að því að fjölga ungum KR-ingum í aðalliðinu. „Það er mjög markviss vinna í gangi með það. Það er haldið vel utan um unga menn. Við erum með efnilega stráka, fædda árið 1999. Ástbjörn [Þórðarson] kom inn á móti Fjölni og Val, í þýðingarmiklum leikjum og þurfti að leysa ákveðið hlutverk. Hann er bara næsti maður inn í vörn. Það er staðan,“ sagði Willum. „Það voru fjórir ungir menn á bekknum í þessum leik [gegn ÍBV]. Það er mjög fín vinna með unga menn í KR. Það er allt í góðum málum.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR 0 - 3 ÍBV | ÍBV úr fallsætinu eftir frábæran sigur - Sjáðu mörkin Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag.KR steinlá fyrir ÍBV, 0-3, í Pepsi-deildinni á laugardaginn. Willum var talsvert gagnrýndur fyrir að nota Guðmund Andra Tryggvason ekki í leiknum. Þjálfarinn segir að umræðan hafi verið á villigötum enda hafi Guðmundur Andri verið meiddur. „Annar flokkurinn spilaði mjög erfiðan og þýðingarmikinn leik á fimmtudegi þar sem Guðmundur Andri meiddist á ökkla. Það ærðist allt þegar hann kom ekki inn á. Hann var bara meiddur og treysti sér ekki inn á,“ sagði Willum. „Við verðum líka að passa upp á hann. Hann spilaði 90 mínútur á laugardegi á móti Wales, 90 mínútur á þriðjudegi gegn Wales, 90 mínútur á fimmtudegi á móti Breiðabliki. Þetta var stórkarlalegur leikur á margan hátt og hörkunávígi. Hann treysti sér ekki inn á.“ Willum hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir að gefa ungum KR-ingum ekki nógu mörg tækifæri í sumar. Hann segir að það sé markvisst unnið að því að fjölga ungum KR-ingum í aðalliðinu. „Það er mjög markviss vinna í gangi með það. Það er haldið vel utan um unga menn. Við erum með efnilega stráka, fædda árið 1999. Ástbjörn [Þórðarson] kom inn á móti Fjölni og Val, í þýðingarmiklum leikjum og þurfti að leysa ákveðið hlutverk. Hann er bara næsti maður inn í vörn. Það er staðan,“ sagði Willum. „Það voru fjórir ungir menn á bekknum í þessum leik [gegn ÍBV]. Það er mjög fín vinna með unga menn í KR. Það er allt í góðum málum.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR 0 - 3 ÍBV | ÍBV úr fallsætinu eftir frábæran sigur - Sjáðu mörkin Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR 0 - 3 ÍBV | ÍBV úr fallsætinu eftir frábæran sigur - Sjáðu mörkin Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00