Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent