Ekki víst að flensa verði jafn skæð hér og í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/valli „Það er í raun ekkert hægt að segja fyrr en inflúensa byrjar um hvort hún verði verri hér en í fyrra. Þótt hún hafi verið verri í Ástralíu er ekki hægt að segja að það verði eins á norðurhveli jarðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) hefur varað við því að sjúkrahús þurfi nú að búa sig undir skæðan inflúensufaraldur. Frá þessu greindu breskir miðlar í gær. Inflúensa hefur verið skæð í vetur í Ástralíu, á meðan sumar var hjá okkur, einkum meðal barna og aldraðra. Þá greinir Daily Mail frá því að heilbrigðisyfirvöld hafi áhyggjur af því að bóluefnið passi illa við inflúensufaraldur ársins. Þar af leiðandi hafi faraldurinn nú verið einn sá versti í manna minnum í Ástralíu. Þórólfur segir þó orðum aukið að tala um hrikalegan faraldur í Ástralíu þótt hann hafi verið verri en oft áður. Þá segir hann erfitt að segja til um hvernig faraldurinn verði á Íslandi. „Enn sem komið er eru þetta getgátur að mínu mati. Það breytir því þó ekki að við þurfum að undirbúa okkur undir að inflúensan gæti orðið skæð. Við gerum það með því að hvetja fólk með undirliggjandi áhættuþætti til að fara í bólusetningu. Hún er það eina sem við höfum til að fyrirbyggja inflúensuna,“ segir Þórólfur og bendir á að bóluefnið sé misgott á milli ára enda breytist inflúensan. Þá segir Þórólfur að keypt verði meira bóluefni í ár en áður, eða 65.000 skammtar samanborið við 60.000 í fyrra. Aukin ásókn hafi leitt til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Það er í raun ekkert hægt að segja fyrr en inflúensa byrjar um hvort hún verði verri hér en í fyrra. Þótt hún hafi verið verri í Ástralíu er ekki hægt að segja að það verði eins á norðurhveli jarðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) hefur varað við því að sjúkrahús þurfi nú að búa sig undir skæðan inflúensufaraldur. Frá þessu greindu breskir miðlar í gær. Inflúensa hefur verið skæð í vetur í Ástralíu, á meðan sumar var hjá okkur, einkum meðal barna og aldraðra. Þá greinir Daily Mail frá því að heilbrigðisyfirvöld hafi áhyggjur af því að bóluefnið passi illa við inflúensufaraldur ársins. Þar af leiðandi hafi faraldurinn nú verið einn sá versti í manna minnum í Ástralíu. Þórólfur segir þó orðum aukið að tala um hrikalegan faraldur í Ástralíu þótt hann hafi verið verri en oft áður. Þá segir hann erfitt að segja til um hvernig faraldurinn verði á Íslandi. „Enn sem komið er eru þetta getgátur að mínu mati. Það breytir því þó ekki að við þurfum að undirbúa okkur undir að inflúensan gæti orðið skæð. Við gerum það með því að hvetja fólk með undirliggjandi áhættuþætti til að fara í bólusetningu. Hún er það eina sem við höfum til að fyrirbyggja inflúensuna,“ segir Þórólfur og bendir á að bóluefnið sé misgott á milli ára enda breytist inflúensan. Þá segir Þórólfur að keypt verði meira bóluefni í ár en áður, eða 65.000 skammtar samanborið við 60.000 í fyrra. Aukin ásókn hafi leitt til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira