Erlent

Spicer mætti til Jimmy Kimmel og rifjaði upp blaðamannafundinn eftirminnilega

Atli Ísleifsson skrifar
Sean Spicer var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi.
Sean Spicer var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi.
Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta, var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Þar rifjaði Spicer meðal annars upp blaðamannafundinn eftirminnilega, daginn eftir innsetningu forsetans, þar hann hélt því fram að mannfjöldinn sem fylgdist með innsetningarathöfninni hafi aldrei verið meiri í sögunni.

Vel fór á með þeim Spicer og Kimmel og lagði Spicer áherslu á að það hafi verið í verkahring hans að fara að tilmælum forsetans og tryggja að skoðun hans yrði komið á framfæri.

Spicer lét af störfum sem fjölmiðlafulltrúi Trump í sumar og lét svo endanlega af störfum í Hvíta húsinu fyrir tveimur vikum. Er þetta í fyrsta sinn sem Spicer kemur fram opinberlega eftir að hann lét þar af störfum.

Spicer var einnig spurður um eftirminnilega túlkun leikkonunnar Melissu McCarthy á honum sjálfum og virtist að einhverju leyti hafa haft gaman af.

Sjá má viðtaliðí heild sinni að neðan.


Tengdar fréttir

Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm

Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×