Kristján Guðmunds: Fyrst og fremst sáttur að vera kominn úr fallsæti Einar Kristinn Helgason skrifar 14. september 2017 20:55 Kristján Guðmundsson VÍSIR/eyþór Eyjamenn eru ekki lengur í fallsæti og verða það ekki í það minnsta um stutta stund. Þeir unnu Grindavík 2-1 á heimavelli í dag. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vitaskuld ánægður í leikslok þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta gekk upp í dag já, okkur tókst að sigra. Þetta voru náttúrulega erfiðar aðstæður en við náðum að vinna vel úr þeim í fyrri hálfleik og stóðum vaktina mjög vel í seini hálfleik, mér fannst við yfirvegaðir og fyrst og fremst þeir sem áttu að hugsa um að verjast.“ Þið eruð komnir úr fallsæti eins og er, hvað telur þú að sé nóg svo þið sleppir við fall? „Það er mjög erfitt að segja, eins og komið er eru öll liðin í neðri hlutanum að fá stig en við erum ánægðir að vera komnir úr fallsæti. Ég held við verðum að vinna allavega einn leik í viðbót svo er bara spurning hvar við viljum enda. Fyrst og fremst er ég þó sáttur við að vera kominn úr fallsæti og við ætlum að vinna út frá því.“ Shahab kom óvænt inn í byrjunarlið ÍBV í leiknum gegn KR í síðustu umferð og skoraði svo tvö mörk í leiknum í dag. Samkvæmt Kristjáni hefur Íraninn sýnt góða takta á æfingum og átt fyllilega skilið sæti í byrjunarliði. „Hann er búinn að vera mjög öflugur á æfingum í allt sumar, skora mikið og hefur jafnvel átt skilið að koma fyrr inn í liðið. Hann er bara að koma úr svo gjörsamlega allt öðruvísi knattspyrnuheimi í Íran að það hefur tekið hann langan tíma að aðlgast því að spila 11 gegn 11. Hann leit kannski ekkert sérstaklega vel út fyrr í sumar en nú er hann farinn að skilja betur fótboltann hérna í Evrópu og þetta getur hann, hann afgreiðir boltan hrikalega vel.“ Á hann eftir að skipta sköpum fyrir ykkur í lok leiktíðar? „Hann skipti allavega sköpum í dag, við verðum bara að halda honum lifandi og í gangi og halda áfram að þjálfa hann og kenna honum,“ segir Kristján og bætir við að varnarleikur liðsins hafi sömuleiðis verið til fyrirmyndar. „Yfirvegunin í varnarleiknum skipti einnig mjög miklu máli í dag.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Eyjamenn eru ekki lengur í fallsæti og verða það ekki í það minnsta um stutta stund. Þeir unnu Grindavík 2-1 á heimavelli í dag. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var vitaskuld ánægður í leikslok þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta gekk upp í dag já, okkur tókst að sigra. Þetta voru náttúrulega erfiðar aðstæður en við náðum að vinna vel úr þeim í fyrri hálfleik og stóðum vaktina mjög vel í seini hálfleik, mér fannst við yfirvegaðir og fyrst og fremst þeir sem áttu að hugsa um að verjast.“ Þið eruð komnir úr fallsæti eins og er, hvað telur þú að sé nóg svo þið sleppir við fall? „Það er mjög erfitt að segja, eins og komið er eru öll liðin í neðri hlutanum að fá stig en við erum ánægðir að vera komnir úr fallsæti. Ég held við verðum að vinna allavega einn leik í viðbót svo er bara spurning hvar við viljum enda. Fyrst og fremst er ég þó sáttur við að vera kominn úr fallsæti og við ætlum að vinna út frá því.“ Shahab kom óvænt inn í byrjunarlið ÍBV í leiknum gegn KR í síðustu umferð og skoraði svo tvö mörk í leiknum í dag. Samkvæmt Kristjáni hefur Íraninn sýnt góða takta á æfingum og átt fyllilega skilið sæti í byrjunarliði. „Hann er búinn að vera mjög öflugur á æfingum í allt sumar, skora mikið og hefur jafnvel átt skilið að koma fyrr inn í liðið. Hann er bara að koma úr svo gjörsamlega allt öðruvísi knattspyrnuheimi í Íran að það hefur tekið hann langan tíma að aðlgast því að spila 11 gegn 11. Hann leit kannski ekkert sérstaklega vel út fyrr í sumar en nú er hann farinn að skilja betur fótboltann hérna í Evrópu og þetta getur hann, hann afgreiðir boltan hrikalega vel.“ Á hann eftir að skipta sköpum fyrir ykkur í lok leiktíðar? „Hann skipti allavega sköpum í dag, við verðum bara að halda honum lifandi og í gangi og halda áfram að þjálfa hann og kenna honum,“ segir Kristján og bætir við að varnarleikur liðsins hafi sömuleiðis verið til fyrirmyndar. „Yfirvegunin í varnarleiknum skipti einnig mjög miklu máli í dag.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lyftu sér upp í 9. sæti Pepsi deildarinnar, allavega um stundasakir, eftir mikilvægan heimasigur á Grindavík. 14. september 2017 20:45