Alfreð og félagar upp í 4. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2017 15:15 Alfreð kann vel við sig í grænu. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason var á sínum stað í byrjunarliði Augsburg sem vann 1-2 útisigur á Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var annar sigur Augsburg í röð en liðið er komið upp í 4. sæti deildarinnar. Alfreð, sem skoraði þrennu í síðustu umferð, fór af velli þegar mínúta var til leiksloka. Arjen Robben og Robert Lewandowski skoruðu tvö mörk hvor fyrir Bayern München sem vann 4-0 sigur á Mainz á Allianz Arena. Með sigrinum skutust þýsku meistararnir upp í 2. sæti deildarinnar. Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder Bremen sem laut í lægra haldi fyrir Schalke, 1-2, á heimavelli. Þá vann Stuttgart 1-0 heimasigur á Wolfsburg. Þýski boltinn
Alfreð Finnbogason var á sínum stað í byrjunarliði Augsburg sem vann 1-2 útisigur á Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var annar sigur Augsburg í röð en liðið er komið upp í 4. sæti deildarinnar. Alfreð, sem skoraði þrennu í síðustu umferð, fór af velli þegar mínúta var til leiksloka. Arjen Robben og Robert Lewandowski skoruðu tvö mörk hvor fyrir Bayern München sem vann 4-0 sigur á Mainz á Allianz Arena. Með sigrinum skutust þýsku meistararnir upp í 2. sæti deildarinnar. Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder Bremen sem laut í lægra haldi fyrir Schalke, 1-2, á heimavelli. Þá vann Stuttgart 1-0 heimasigur á Wolfsburg.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti