Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2017 18:33 Andri Rúnar er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar og vantar eitt mark til þess að jafna markamet efstu deildar. vísir/stefán „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30