Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 11:30 Walter White og mögulega einn af viðskiptavinum hans? Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Útlit er fyrir að framleiðendur þáttanna Fear the Walking Dead hafi staðfest að Walking Dead gerist í sama söguheimi og þættirnir Breaking Bad. Aðdáendur þáttanna hafa sett fram kenningu sem snýst um þetta en hún heitir Breaking Dead og eru þó nokkur atriði sem virðast tengja þættina saman. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að fíkniefnum Walter White, eða Heisenberg, sé um að kenna. Þau hafi búið uppvakningana til. Umrædd fíkniefni, Blue Sky, hafa jafnvel sést í Walking Dead þáttunum. Hér má sjá farið yfir Breaking Dead kenninguna.Í síðasta þætti Fear the Walking Dead, sem sýndur var í síðustu viku, virðist þó sem að kenningin hafi verið staðfest. Þá mátti heyra lag spilað í bakgrunni atriðis en lagið er úr Breaking Bad og heitir: Negro y Azul: The Ballad of Heisenberg.Upprunalega lagið úr Breaking Bad, sem samið var um Heisenberg, má heyra hér að neðan.Walking Dead þættirnir eru gerðir af fyrirtækinu AMC. Því sama og gerði Breaking Bad. Í samtali við Digital Spy, sagði Dave Erickson, forsvarsmaður Fear the Walking Dead, að hann hefði reynt að setja lagið inn laumulega en þetta hafi verið gert vísvitandi. „Þetta var líklega augnablikið sem ég varð ástfanginnn af Breaking Bad, þegar þeir byrjuðu þáttinn á tónlistarmyndbandi. Þegar við vorum að leita að hugmyndum um hvernig við ættum að tengja heimina, fannst mér þetta eiga heima þarna,“ sagði Dave Erickson. Hann sagði einnig að þetta hefði verið virðingarvottur við Vince Gilligan, höfund Breaking Bad.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira