Fótbolti

Hart fær fullt traust frá Southgate

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart brosir væntanlega sínu breiðasta eftir nýjustu ummæli Southgate.
Hart brosir væntanlega sínu breiðasta eftir nýjustu ummæli Southgate. vísir/getty
Joe Hart verður í marki Englands gegn Möltu í kvöld, en þetta staðfesti Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, í samtali við blaðamenn.

Hinn 30 ára gamli Hart hefur sætt gagnrýni undanfarna daga og vikur fyrir byrjun sína hjá West Ham, en hann hefur ekki byrjað vel í marki Hamranna. Hann fær þó traustið frá Southgate.

„Ég trúi því að hann sé okkar besti markvörður á þessum tímapunkti," sagði Southgate. Stjórinn hefur greinilega fulla trú á Hart þrátt fyrir brösugt ár.

Hart spilaði síðasta leik í undankeppninni fyrir England, en Tom Heaton og Jack Butland skiptu á milli sín æfingarleiknum gegn Frakklandi nokkrum dögum síðar.

„Ég vildi sjá hvernig hann myndi bregðast við því hann hefur átt erftt uppdráttar hjá sínu nýja liði," en Jordan Pickford, markvörður Everton, þurfti einnig að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

„Við erum með þrjá frábæra markverði, einnig Jordan Pickford sem var með okkur og svo Fraser Forster, sem er mjög óheppinn að vera ekki í hópnum."

Leikur Möltu og Englands verður í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.45 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×