Risar mætast í Hollandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. september 2017 17:00 Vísir/Getty Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Eftir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather tekur nú við hefðbundin dagskrá hjá UFC í kvöld. Þar mætast tveir ansi hávaxnir menn í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Rotterdam. Fjórar vikur eru liðnar frá því UFC hélt sitt síðasta bardagakvöld. Öll spjót beindust að boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor á meðan en nú þegar þeim bardaga er lokið fáum við venjulegt UFC bardagakvöld í kvöld. Í kvöld fer nefnilega fram UFC bardagakvöld í Ahoy höllinni í Rotterdam þegar þeir Stefan Struve og Alexander Volkov mætast í aðalbardaga kvöldsins. Íslendingar gætu kannast við höllina en þarna sigraði Gunnar Nelson Rússann Albert Tumenov í maí 2016. Hollendingurinn Stefan Struve fær væntanlega mikinn stuðning í Ahoy höllinni í kvöld. Það tók hann aðeins 16 sekúndur að rota Antonio Silva í sömu höll í fyrra og vonast hann eflaust eftir jafn góðum úrslitum í kvöld líkt og þá. Þrátt fyrir að vera bara 29 ára gamall er Struve afar reyndur bardagamaður en hann hóf atvinnuferilinn aðeins 17 ára gamall og verður þetta 37 MMA bardagi hans á ferlinum. Struve er helst þekktastur fyrir að vera hæsti bardagamaður sem barist hefur í UFC en hann er 213 cm á hæð. Til gamans má geta að Jon Jones er samt með tveggja cm lengri faðm en Struve þrátt fyrir að berjast einum þyngdarflokki neðar. Andstæðingur hans, Alexander Volkov, á í raun margt sameiginlegt með Struve. Volkov er 201 cm á hæð, einu ári yngri en Struve, með 34 MMA bardaga að baki og byrjaði ferilinn tvítugur að aldri. Það má því segja að þarna séu á ferð tveir svipaðir risar að mætast í þungavigtinni. Hæðin og faðmlengdin hefur þó ekki alltaf hjálpað Struve. Hann hefur oft átt í basli með að halda smærri andstæðingum sínum frá sér þrátt fyrir hæðarmun og sást það best í tapinu gegn Mark Hunt. Mark Hunt er 35 cm lægri en Struve en tókst samt að rota Hollendinginn. Auk Struve og Volkov eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Má þar helst nefna viðureign Leon Edwards og Bryan Barbarena í veltivigtinni en það verður fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Fjórir bardagar verða á dagskrá en bein útsending hefst kl 19.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira