Fótbolti

Heimir: Öðruvísi bragur á Finnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í dag í síðasta sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere á morgun.

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tala af virðingu um andstæðings morgundagsins.

„Svo er svolítið öðruvísi bragur á þeim. Þeir eru ekki jafn varnarsinnaðir og þá,“ svaraði Heimir þegar Arnar Björnsson spurði hann út í muninn á finnska liðinu og nú og fyrir ári. Ísland vann þá nauman 3-2 sigur á Laugardalsvelli.

„Þeir hafa fært sig framar og eru með yngri og frískari menn. Þeir hafa engu að tapa og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt sem þeir henda í okkur.“

Aron Einar segir að leikurinn á morgun verði erfiður.

„Þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt eftir. Þetta verður barátta og kannski smá miðjuhnoð. Við þurfum að stjórna leiknum betur en síðast og fara hraðar upp þegar tækifæri gefst. Þeir eru skipulagðir og þéttir til baka þegar þeir vilja það,“ sagði Aron Einar.

Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Allt eða ekkert

Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum.

Var hátt uppi eftir EM

Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×