Þurfum að byrja betur og sækja hraðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. september 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson var einbeitingin uppmáluð á æfingu íslenska liðsins í Tampere í gær. vísir/epa Eftir frækinn sigur á Króatíu í byrjun sumars standa strákarnir okkar vel að vígi í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Ísland og Króatía eru jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins en sigurvegari hans fer beint til Rússlands. Líklegt er að annað sæti riðilsins dugi til að komast í umspilsleiki í nóvember. Landsliðið hefur verið saman í Finnlandi síðan á mánudag. Fyrstu dagana æfði það í Helsinki en hélt svo til Tampere á fimmtudag, þar sem leikurinn fer fram klukkan 16.00 í dag. Finnar eru í sárum eftir slæmt gengi í riðlinum en þeir eru með aðeins eitt stig að loknum sex leikjum. Það hefur allt gengið á afturfótunum og líklega er sárast tapið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra, er Finnar misstu niður 2-1 forystu á lokamínútunum og fengu á sig afar umdeilt sigurmark. Heimir Hallgrímsson segir þó að það sé annar bragur á íslenska liðinu í dag en fyrir ári, er strákarnir okkar voru enn að ná áttum eftir magnað sumar og frábært gengi á EM í Frakklandi. „Það er höfuðverkur að velja liðið núna. Hópurinn er jafnari en áður og margir sem gera tilkall til þess að spila. Það góða er að margir hafa verið að spila vel með sínum félagsliðum. Þetta er því góður hausverkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild í gær.Alfreð Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum gegn Finnlandi í fyrra.vísir/antonBetri en fyrir ári Finnska liðið leyfði íslenska liðinu að vera með boltann í fyrri leik liðanna og beitti skyndisóknum með góðum árangri. „Þeir voru með fimm manna vörn og var erfitt að brjóta þá niður. Þeir gáfu okkur líka tíma með boltann og var Ísland með boltann í 70 prósent tímans í landsleik, sem hefur líklega ekki gerst áður. Við kunnum ekki að fara með það.“ Hann segir að það sé annar bragur á finnska liðinu nú en fyrir ári. Það var skipt um landsliðsþjálfara í desember og eins og Heimir bendir á eru yngri og frískari menn í liðinu. „Þeir hafa engu að tapa og verða mun ákveðnari fram á við en þeir voru í leiknum á Íslandi. Við verðum því að vera við öllu búnir,“ segir hann. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði reiknar með baráttuleik. Það sé mikill hugur í Finnum þrátt fyrir erfiða stöðu í riðlinum. „Þeir eru skipulagðir og þéttir til baka þegar þeir vilja það. Þeir eru betri nú en fyrir ári og munu ekki gefa okkur neitt eftir,“ segir hann.Gylfi í fyrri leiknum gegn Finnum.vísir/antonVerðum að skora fyrst Gylfi Þór Sigurðsson segir eins og allir í íslenska liðinu að það ætli sér sigur í dag, enda markmiðið að fara til Rússlands næsta sumar. Minnugur leiksins í fyrra sé ljóst að strákarnir þurfi að vera á tánum í dag. „Við þurfum að byrja af krafti og skora fyrsta markið. Ef þeir byrja eins og síðast og ná að skora, þá verður þetta erfitt. Þeir munu falla í vörn og leggja ofurkapp á að verjast. Markmiðið hjá okkur er því að spila betri sóknarleik en síðast og byrja leikinn mun betur.“ Síðar í kvöld tekur Króatía á móti Kósóvó í sama riðli og Úkraína mætir Tyrklandi í hálfgerðum úrslitaleik um hvort liðið ætli að blanda sér í toppbaráttu riðilsins á lokasprettinum.Aron EinarGylfi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Jón Daði: Allt eða ekkert Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. 1. september 2017 11:00 Fimm manna körfuboltalið Heimis: "Kári væri undir körfunni því hann er hávaxinn og frekur" Skúli Sigurðsson á vefsíðunni Karfan.is tók skemmtilegt viðtal við landsliðsþjálfarann í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson. 1. september 2017 20:00 Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum í Tampere í morgun. 1. september 2017 09:51 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. 1. september 2017 13:00 Hörður Björgvin: Væri ekki verra að skora í 1-0 sigurleik Hörður Björgvin Magnússon ætlar að einbeita sér að landsliðinu þó svo að hlutirnir gangi ekki að óskum með félagsliðinu. 1. september 2017 15:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Eftir frækinn sigur á Króatíu í byrjun sumars standa strákarnir okkar vel að vígi í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Ísland og Króatía eru jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins en sigurvegari hans fer beint til Rússlands. Líklegt er að annað sæti riðilsins dugi til að komast í umspilsleiki í nóvember. Landsliðið hefur verið saman í Finnlandi síðan á mánudag. Fyrstu dagana æfði það í Helsinki en hélt svo til Tampere á fimmtudag, þar sem leikurinn fer fram klukkan 16.00 í dag. Finnar eru í sárum eftir slæmt gengi í riðlinum en þeir eru með aðeins eitt stig að loknum sex leikjum. Það hefur allt gengið á afturfótunum og líklega er sárast tapið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra, er Finnar misstu niður 2-1 forystu á lokamínútunum og fengu á sig afar umdeilt sigurmark. Heimir Hallgrímsson segir þó að það sé annar bragur á íslenska liðinu í dag en fyrir ári, er strákarnir okkar voru enn að ná áttum eftir magnað sumar og frábært gengi á EM í Frakklandi. „Það er höfuðverkur að velja liðið núna. Hópurinn er jafnari en áður og margir sem gera tilkall til þess að spila. Það góða er að margir hafa verið að spila vel með sínum félagsliðum. Þetta er því góður hausverkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild í gær.Alfreð Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum gegn Finnlandi í fyrra.vísir/antonBetri en fyrir ári Finnska liðið leyfði íslenska liðinu að vera með boltann í fyrri leik liðanna og beitti skyndisóknum með góðum árangri. „Þeir voru með fimm manna vörn og var erfitt að brjóta þá niður. Þeir gáfu okkur líka tíma með boltann og var Ísland með boltann í 70 prósent tímans í landsleik, sem hefur líklega ekki gerst áður. Við kunnum ekki að fara með það.“ Hann segir að það sé annar bragur á finnska liðinu nú en fyrir ári. Það var skipt um landsliðsþjálfara í desember og eins og Heimir bendir á eru yngri og frískari menn í liðinu. „Þeir hafa engu að tapa og verða mun ákveðnari fram á við en þeir voru í leiknum á Íslandi. Við verðum því að vera við öllu búnir,“ segir hann. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði reiknar með baráttuleik. Það sé mikill hugur í Finnum þrátt fyrir erfiða stöðu í riðlinum. „Þeir eru skipulagðir og þéttir til baka þegar þeir vilja það. Þeir eru betri nú en fyrir ári og munu ekki gefa okkur neitt eftir,“ segir hann.Gylfi í fyrri leiknum gegn Finnum.vísir/antonVerðum að skora fyrst Gylfi Þór Sigurðsson segir eins og allir í íslenska liðinu að það ætli sér sigur í dag, enda markmiðið að fara til Rússlands næsta sumar. Minnugur leiksins í fyrra sé ljóst að strákarnir þurfi að vera á tánum í dag. „Við þurfum að byrja af krafti og skora fyrsta markið. Ef þeir byrja eins og síðast og ná að skora, þá verður þetta erfitt. Þeir munu falla í vörn og leggja ofurkapp á að verjast. Markmiðið hjá okkur er því að spila betri sóknarleik en síðast og byrja leikinn mun betur.“ Síðar í kvöld tekur Króatía á móti Kósóvó í sama riðli og Úkraína mætir Tyrklandi í hálfgerðum úrslitaleik um hvort liðið ætli að blanda sér í toppbaráttu riðilsins á lokasprettinum.Aron EinarGylfi
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Jón Daði: Allt eða ekkert Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. 1. september 2017 11:00 Fimm manna körfuboltalið Heimis: "Kári væri undir körfunni því hann er hávaxinn og frekur" Skúli Sigurðsson á vefsíðunni Karfan.is tók skemmtilegt viðtal við landsliðsþjálfarann í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson. 1. september 2017 20:00 Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum í Tampere í morgun. 1. september 2017 09:51 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. 1. september 2017 13:00 Hörður Björgvin: Væri ekki verra að skora í 1-0 sigurleik Hörður Björgvin Magnússon ætlar að einbeita sér að landsliðinu þó svo að hlutirnir gangi ekki að óskum með félagsliðinu. 1. september 2017 15:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Jón Daði: Allt eða ekkert Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. 1. september 2017 11:00
Fimm manna körfuboltalið Heimis: "Kári væri undir körfunni því hann er hávaxinn og frekur" Skúli Sigurðsson á vefsíðunni Karfan.is tók skemmtilegt viðtal við landsliðsþjálfarann í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson. 1. september 2017 20:00
Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum í Tampere í morgun. 1. september 2017 09:51
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00
Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. 1. september 2017 13:00
Hörður Björgvin: Væri ekki verra að skora í 1-0 sigurleik Hörður Björgvin Magnússon ætlar að einbeita sér að landsliðinu þó svo að hlutirnir gangi ekki að óskum með félagsliðinu. 1. september 2017 15:15