Handbolti

Evrópuleikur í Mosfellsbænum í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Afturelding mætir norska liðinu Bækkelaget í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni EHF-bikarsins í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

„Til að eiga möguleika á að fara áfram þurfum við að fá góð úrslit hérna heima, helst að vinna og helst að vinna með einhverjum mörkum til að hafa eitthvað smá upp á að hlaupa þegar í seinni leikinn kemur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Mosfellingar fóru rólega af stað á undirbúningstímabilinu en eru allir að koma til eins og sást í leiknum gegn Val í Meistarakeppni HSÍ fyrr í vikunni.

„Við vorum lengi í gang. Við tókum 4-5 leiki þar sem við vorum frekar slakir en við erum á réttri leið og mér líst vel á liðið fyrir morgundaginn,“ sagði Einar Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×