Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:15 Heimir ásamt þjálfaraliði sínu fyrir leik. Vísir/Ernir „Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
„Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00