Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á kostnað Rúriks Gíslasonar. Þetta staðfesti framherjinn í samtali við 433.is í dag.
Rúrik verður í banni í leiknum gegn Úkraínu eftir að hafa fengið rautt spjald í tapinu gegn Finnum í gær.
Viðar Örn hefur ekki verið í landsliðshópnum síðustu mánuði, þrátt fyrir að skora mikið fyrir félagslið sitt, Maccabi Tel-Aviv.
Ísland er í þriðja sæti I-riðils eftir leiki helgarinnar, en Úkraínumenn komust upp fyrir Íslendinga og í annað sætið með sigri á Tyrkjum í gær.
Viðar Örn inn fyrir Rúrik

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið
Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag.

Aron Einar: Sem betur fer annar leikur á þriðjudag
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld.

Viðar sagður undir smásjá Newcastle
Enskir fjölmiðlar segja að Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.

Viðar skoraði er Maccabi skreið áfram
Maccabi Tel-Aviv tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir hörkuleik gegn austurríska liðinu Rheindorf Altach.

Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.