„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 09:01 Sigurður segir plast mjög góða vöru ef hún sé notuð rétt. Íslendingar þurfi að bæta sig í endurvinnslu á plasti. vísir/eyþór Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30
Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42
Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57