Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 14:46 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin. Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30