Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 14:46 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin. Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent