Með örlögin í okkar höndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er kominn aftur í landsliðið. vísir/eyþór „Við tölum ekki um tap,“ sagði Heimir Hallgrímsson í stuttu svari sínu á blaðamannafundi landsliðsins á Laugardalsvelli í gær, spurður um hvort möguleikar Íslands um sæti á HM í Rússlandi séu úr sögunni ef Ísland lýtur í gras fyrir Úkraínu í kvöld. Staðan í riðlinum er engu að síður sú að með tapi eru möguleikar Íslands á að komast til Rússlands litlir. Heimir orðaði það þannig sjálfur í samtali við Fréttablaðið að leikurinn snerist um að hafa örlögin enn í hendi sinni. „Við leggjum leikinn upp þannig. Við viljum stjórna okkar eigin örlögum. Með sigri verðum við í mjög fínni stöðu. Ef sú staða býður okkur upp á þann möguleika að berjast áfram um fyrsta sætið í riðlinum væri það frábært,“ sagði Heimir. Tap Íslands á laugardag þýðir að strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti riðilsins í undankeppninni, þremur stigum á eftir Króatíu og einu á eftir Úkraínu. Sigurvegari riðilsins tryggir sér farseðilinn til Rússlands en annað sætið tryggir líklega sæti í umspilinu í nóvember. Heimir hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn liðsins hafi dvalið lengi við tapið fyrir Finnlandi. „Þessir strákar eru vanir því að spila fótbolta og maður vinnur víst ekki alla leiki. Það eru ekki bara sigrar í lífinu. Karakterinn kemur yfirleitt í ljós í mótlætinu og nú er það okkar að sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að snúa bökum saman og vinna þetta úkraínska lið.“Aron Einar á æfingu landsliðsins í gær.vísir/eyþórHálfu skrefi á eftir Heimir segir að leikmenn hafi ætlað sér um of í leiknum á laugardag - þeir hafi einfaldlega verið of metnaðarfullir. „Við vorum hálfu skrefi á eftir í flestum þáttum. Það var of mikill æsingur í mönnum en á morgun [í dag] þurfum við að vera þolinmóðir og talsvert grimmari. Við munum fá tækifærin, eins og þá, en þurfum að nýta þau,“ segir Heimir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, tók í svipaðan streng spurður um leikinn í Tampere. „Það var erfitt að taka þessu tapi. Við byrjuðum ekki nógu vel en samt er það svo að maður upplifði það ekki inni á vellinum að við værum að spila illa. Við vissum að Finnarnir myndu mæta grimmir til leiks og við hefðum sjálfir þurft að byrja betur,“ segir fyrirliðinn.Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands í fyrra.vísir/gettyStjörnur á köntunum Tveir bestu leikmenn úkraínska liðsins eru kantmennirnir Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka. Sá síðarnefndi er nýkominn til Schalke í Þýskalandi frá Sevilla á Spáni en Yarmolenko hafði leikið allan sinn feril í Dynamo Kiev þar til hann var keyptur á dögunum til þýska stórliðsins Dortmund til að fylla í skarðið sem Ousmane Dembele skildi eftir sig er hann var seldur til Barcelona. Úkraína vann á laugardag góðan 2-0 sigur á Tyrklandi sem kom liðinu í lykilstöðu. Yarmolenko skoraði bæði mörk Úkraínu. „Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þeir spiluðu í þeim leik. Báðir vængmennirnir þeirra voru á flugi enda með mikið sjálfstraust þessa dagana. Þeir eru afar öflugir í návígjum en við höfum áður lent á svona mönnum, sem geta gert mikið upp á eigin spýtur,“ útskýrir þjálfarinn. „Úkraína er með frábært skyndisóknarlið og það er ljóst að við þurfum toppleik til að leggja þá að velli.“Heimir og lærisveinar hans þurfa að ná í þrjú stig í kvöld.vísir/eyþórTreystir Viðari Erni Heimir segist óhræddur við að breyta til í íslenska liðinu ef hann telur þörf á því. Viðar Örn Kjartansson var kallaður í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem verður í leikbanni í dag. Hann segist óhræddur við að taka áhættu og treystir Viðari Erni jafn mikið og öðrum leikmönnum í hópnum. „Við værum ekki að kalla hann inn nema af því að við teljum að við þurfum á honum að halda, sama hversu mikið og í hvaða hlutverki,“ segir Heimir. Aron Einar segir að það sé hugur í leikmönnum og að þeir séu ólmir í að bæta fyrir ófarirnar í Finnlandi. „Þegar kemur bakslag þá sér maður hvernig hóp við erum með og hvað í honum býr. Ég sé að menn eru ákveðnir í að bæta upp fyrir tapið. Þetta eru strákar sem vilja axla ábyrgð og menn eru klárir í þennan slag. Svo einfalt er það.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30 Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36 Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Við tölum ekki um tap,“ sagði Heimir Hallgrímsson í stuttu svari sínu á blaðamannafundi landsliðsins á Laugardalsvelli í gær, spurður um hvort möguleikar Íslands um sæti á HM í Rússlandi séu úr sögunni ef Ísland lýtur í gras fyrir Úkraínu í kvöld. Staðan í riðlinum er engu að síður sú að með tapi eru möguleikar Íslands á að komast til Rússlands litlir. Heimir orðaði það þannig sjálfur í samtali við Fréttablaðið að leikurinn snerist um að hafa örlögin enn í hendi sinni. „Við leggjum leikinn upp þannig. Við viljum stjórna okkar eigin örlögum. Með sigri verðum við í mjög fínni stöðu. Ef sú staða býður okkur upp á þann möguleika að berjast áfram um fyrsta sætið í riðlinum væri það frábært,“ sagði Heimir. Tap Íslands á laugardag þýðir að strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti riðilsins í undankeppninni, þremur stigum á eftir Króatíu og einu á eftir Úkraínu. Sigurvegari riðilsins tryggir sér farseðilinn til Rússlands en annað sætið tryggir líklega sæti í umspilinu í nóvember. Heimir hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn liðsins hafi dvalið lengi við tapið fyrir Finnlandi. „Þessir strákar eru vanir því að spila fótbolta og maður vinnur víst ekki alla leiki. Það eru ekki bara sigrar í lífinu. Karakterinn kemur yfirleitt í ljós í mótlætinu og nú er það okkar að sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að snúa bökum saman og vinna þetta úkraínska lið.“Aron Einar á æfingu landsliðsins í gær.vísir/eyþórHálfu skrefi á eftir Heimir segir að leikmenn hafi ætlað sér um of í leiknum á laugardag - þeir hafi einfaldlega verið of metnaðarfullir. „Við vorum hálfu skrefi á eftir í flestum þáttum. Það var of mikill æsingur í mönnum en á morgun [í dag] þurfum við að vera þolinmóðir og talsvert grimmari. Við munum fá tækifærin, eins og þá, en þurfum að nýta þau,“ segir Heimir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, tók í svipaðan streng spurður um leikinn í Tampere. „Það var erfitt að taka þessu tapi. Við byrjuðum ekki nógu vel en samt er það svo að maður upplifði það ekki inni á vellinum að við værum að spila illa. Við vissum að Finnarnir myndu mæta grimmir til leiks og við hefðum sjálfir þurft að byrja betur,“ segir fyrirliðinn.Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands í fyrra.vísir/gettyStjörnur á köntunum Tveir bestu leikmenn úkraínska liðsins eru kantmennirnir Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka. Sá síðarnefndi er nýkominn til Schalke í Þýskalandi frá Sevilla á Spáni en Yarmolenko hafði leikið allan sinn feril í Dynamo Kiev þar til hann var keyptur á dögunum til þýska stórliðsins Dortmund til að fylla í skarðið sem Ousmane Dembele skildi eftir sig er hann var seldur til Barcelona. Úkraína vann á laugardag góðan 2-0 sigur á Tyrklandi sem kom liðinu í lykilstöðu. Yarmolenko skoraði bæði mörk Úkraínu. „Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þeir spiluðu í þeim leik. Báðir vængmennirnir þeirra voru á flugi enda með mikið sjálfstraust þessa dagana. Þeir eru afar öflugir í návígjum en við höfum áður lent á svona mönnum, sem geta gert mikið upp á eigin spýtur,“ útskýrir þjálfarinn. „Úkraína er með frábært skyndisóknarlið og það er ljóst að við þurfum toppleik til að leggja þá að velli.“Heimir og lærisveinar hans þurfa að ná í þrjú stig í kvöld.vísir/eyþórTreystir Viðari Erni Heimir segist óhræddur við að breyta til í íslenska liðinu ef hann telur þörf á því. Viðar Örn Kjartansson var kallaður í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem verður í leikbanni í dag. Hann segist óhræddur við að taka áhættu og treystir Viðari Erni jafn mikið og öðrum leikmönnum í hópnum. „Við værum ekki að kalla hann inn nema af því að við teljum að við þurfum á honum að halda, sama hversu mikið og í hvaða hlutverki,“ segir Heimir. Aron Einar segir að það sé hugur í leikmönnum og að þeir séu ólmir í að bæta fyrir ófarirnar í Finnlandi. „Þegar kemur bakslag þá sér maður hvernig hóp við erum með og hvað í honum býr. Ég sé að menn eru ákveðnir í að bæta upp fyrir tapið. Þetta eru strákar sem vilja axla ábyrgð og menn eru klárir í þennan slag. Svo einfalt er það.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30 Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36 Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30
Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36
Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00