Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum
Gylfi Þór er nú kominn með 17 landsliðsmörk fyrir Ísland og eru aðeins Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen með fleiri mörk en Gylfi í bláu treyjunni.
Ísland er jafnt Króatíu að stigum á toppi I-riðils eftir úrslit kvöldsins og bíða tveir mikilvægir leikir gegn Tyrklandi og Kósóvó í október þar sem úrslit riðilsins ráðast.
Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu
Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja
Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum
Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka.

Twitter: VIP-liðið missti af markinu
Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar.

Gylfi búinn að jafna við Ríkharð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.

Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum
Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld.