Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:30 Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum í gær. Vísir/Eyþór Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira