Georg litli byrjaður í skóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 11:25 Georg stendur hér á milli föður síns og yfirkennarans í Thomas Battersea. vísir/getty Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31
Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15