85% skólabarnanna fóru ekki yfir á gangbraut Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 16:50 Barn á leið yfir gervigangbraut. Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent
Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent