85% skólabarnanna fóru ekki yfir á gangbraut Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 16:50 Barn á leið yfir gervigangbraut. Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent
Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent