Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 17:48 Trump yngri bar vitni fyrir luktum dyrum og kom og fór úr þinghúsinu án þess að fjölmiðlar næðu af honum tali. Vísir/AFP Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27