800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“ Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“
Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10
Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36