Datt og meiddist þegar hann klifraði upp í kerru til þess að flýja hund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 11:41 Óvenju mikið var um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/Eyþór Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin. Lögreglumál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin.
Lögreglumál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira