Björn Ingi hættur hjá Vefpressunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2017 13:04 Björn Ingi Hrafnsson hefur verið orðaður við endurkomu í stjórnmála en sveitarstjórnarkosningar verða næsta vor. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, hættir störfum hjá Vefpressunni ehf. í kjölfar kaupa Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga fyrir hönd Frjálsrar fjölmiðlunar og Pressunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær keypti fyrirtækið Frjáls fjölmiðlun fjölmarga fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum hennar í vikunni. Í viðskiptunum felst að Frjáls Fjölmiðlun tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. „Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda,“ segir í tilkynningunni. Allt starfsfólk viðkomandi fjölmiðla haldi störfum sínum eftir viðskiptin, utan að Björn Ingi hverfi til annarra starfa. Fyrst ætli hann í frí.„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ er haft eftir Birni Inga í fréttatilkynningunni. „Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“ Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir í tilkynningunni mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. Hann hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri og stýrði um skeið stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum. „Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Framundan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, hættir störfum hjá Vefpressunni ehf. í kjölfar kaupa Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga fyrir hönd Frjálsrar fjölmiðlunar og Pressunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær keypti fyrirtækið Frjáls fjölmiðlun fjölmarga fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum hennar í vikunni. Í viðskiptunum felst að Frjáls Fjölmiðlun tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. „Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda,“ segir í tilkynningunni. Allt starfsfólk viðkomandi fjölmiðla haldi störfum sínum eftir viðskiptin, utan að Björn Ingi hverfi til annarra starfa. Fyrst ætli hann í frí.„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ er haft eftir Birni Inga í fréttatilkynningunni. „Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“ Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir í tilkynningunni mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. Hann hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri og stýrði um skeið stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum. „Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Framundan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur