Leitar að fallegasta tjaldstæði Íslands á jöklum, tindum og bökkum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2017 15:30 Tjaldað um hvippinn og hvappinn. Auk Tómasar tóku þeir Ólafur Már Björnsson og Sigtryggur Ari Jóhannesson myndirnar sem fylgja þessari grein. Tómas Guðbjartsson, betur þekktur sem Lækna-Tómas, er á góðri leið að fá nýtt viðurnefni miðað við áhuga sinn á því að tjalda. Tómas unir sér hvergi betur en í íslenskri náttúru og hefur í sumar tekið til við að tjalda á óvenjulegum stöðum, jafnvel fjallstindum. Hann segist vera í leit að besta tjaldstæði á Íslandi. „Ég er mikill tjaldfíkill,“ segir Tómas sem var í viðtali við Hugrúnu Halldórsdóttur í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Hann bendir þó á að þótt hann hafi tjaldað víða þá sofi hann ekki alltaf í tjaldinu. Hann noti myndirnar frekar til þess að vekja athygli á þeim stöðum sem hann sæki heim, deili myndunum með fólki í von um góðar athugasemdir og ábendingar. Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tómas, sem er uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur, er sonur Guðbjarts Kristóferssonar sem kennt hefur mörgum MR-ingnum jarðfræði í gegnum árin. Áhuginn á íslenskri náttúru virðist hafa smitast en Tómas er virkur í Ferðafélagi Íslands þar sem hann er oft í hlutverki leiðsögumanns. „Ég ólst upp við þetta. Pabbi er jarðfræðingur og við bræðurnir ferðuðumst með pabbba úti um allt,“ segir Tómas um sumurin í æsku. Þá voru tjöldin þó af öðrum toga, ekki jafnmeðfærileg og í dag. „Þetta voru þessi þungu Geysistjöld, tíu til fimmtán kíló,“ segir Tómas. Það hafi auðvitað verið ákveðin stemning í því en nú sé allt annað dæmi í boði. Það snúi ekki bara að því hve miklu léttari tjöldin eru orðin, tvö til þrjú kíló, heldur safnast ekki raki inni í þeim og þau virka fyrir alla árstíma. Að neðan má sjá myndband Ólafs Más Björnssonar læknis frá göngu á Kirkjufell. Kirkjufell - FÍFL from Olafur Mar Bjornsson on Vimeo.Hugmyndin með að fara með tjöldin á óvenjulega staði snúi að nokkrum þáttum. Til dæmis að sýna fólki að þau séu ekki sérstaklega þung og svo líka hve skamman tíma það taki í raun og veru að tjalda. Ekki nema á fjórðu mínútu eins og sjá má í meðfylgjandi kennslumyndbandi sem Ólafur Már Björnsson skaut af Tómasi á dögunum.„Aðaltilgangurinn með bröltinu er að gera eitthvað skemmtilegt en um leið að auglýsa þessa ósnortnu náttúru,“ segir Tómas. Þó skipti miklu máli að ganga vel um, skilja ekkert eftir sig og fara eftir settum reglum. En aftur að tjaldinu því þar vill Tómas helst vera, í það minnsta á nóttunni því hann sefur hvergi betur.„En það eru margir hræddir við það að sofa í tjaldi, hafa slæma reynslu en hafa þá ekki verið að sofa í góðu tjaldi,“ segir Tómas. Bendir hann á að vindur geti vissulega tekið í tjaldið sem að valdi ónæði.„En ég helst að flestir séu sammála um að þeir sofi vel úti í náttúrunni,“ segir skurðlæknirinn og bætir við að persónulega finnist honum gott að tjalda nálægt læk. Þá sé ekki verra ef það rigni á nóttunni.„Á Hornströndum geturðu fundið læk niðri við strönd og fengið rigningu líka. Það er svona þrír fyrir einn.“Það er heldur ekki aðeins persónuleg skoðun hans að það sé betra að sofa í tjaldi en innandyra. Hann vísar í rannsókn sem gerð var í Colorado sem staðfesti þetta. Unnið var með hóp fólks þar sem allir áttu það sameiginlegt að eiga erfitt með svefn. Helmingurinn var látinn sofa í tjaldi í nokkra daga og hinir heima hjá sér. Magn hormónsins melatóníns í báðum hópum var svo mælt og kom í ljós að það var meira hjá hópnum sem svaf í tjaldi. Melatónín er hormón sem myndast í heilakönglinum sem er fyrir miðju heilans. Melatónín á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku okkar og stuðlar að því að okkur syfjar jafnan á kvöldin og við erum vel vakandi á daginn.Hann finni það á sjálfum sér hvernig streitan renni úr sér þegar hann kemst í ósnortna náttúru. Tómas skrifaði einmitt grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann fjallaði um stóriðju - og virkjanaáráttu, sem hann kallar „stríð gegn ósnortnum víðernum“. Íslendingum beri skylda til að verja náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir.„Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi,“ segir Tómas.Samtals eigi þær að skila 419 MW, sem sé hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. „Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang.“Tómas skrifaði aðra grein í Fréttablaðið í dag í félagi við Ólaf Má Björnsson þar sem þeir vekja athygli á fossadagatali sínu í september. Þeir fóru á Strandir fyrr í sumar og hvetja til þess að látið verði af virkjunaráformum á Ströndum. Fjöldi fossa varð á vegi þeirra á ferðalaginu sem þeir vilja að settir verði í fyrsta sæti í stað Hvalárvirkjunar.Þessi grein er skreytt með ýmsum þeim stöðum sem Tómas hefur tjaldað á í sumar og birt myndir af á Facebook undir yfirskriftinni Fallegasta tjaldsvæði Íslands? Lesendur eru hvattir til að leggja til fleiri tjaldstæði í ummælakerfinu hér að neðan. Myndirnar tóku auk Tómasar útivistargarparnir Ólafur Már og Sigtryggur Ari Jóhannesson. Fleiri myndir má sjá í albúminu að neðan með því að ýta á örvarnar eða draga myndirnar með fingrunum (í snjallsíma).Tjaldið komið upp við læk í Bjarnarfirði á Ströndum.Á Geirólfsgnúpi á Ströndum.Tjaldið á Drottningunni sjálfri, Herðubreið.Tjaldað við Kollumúla í Landsöræfum.Rauða tjaldið á toppi Mælifells.Tjaldið í hlíðum Skálfjalls. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, betur þekktur sem Lækna-Tómas, er á góðri leið að fá nýtt viðurnefni miðað við áhuga sinn á því að tjalda. Tómas unir sér hvergi betur en í íslenskri náttúru og hefur í sumar tekið til við að tjalda á óvenjulegum stöðum, jafnvel fjallstindum. Hann segist vera í leit að besta tjaldstæði á Íslandi. „Ég er mikill tjaldfíkill,“ segir Tómas sem var í viðtali við Hugrúnu Halldórsdóttur í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Hann bendir þó á að þótt hann hafi tjaldað víða þá sofi hann ekki alltaf í tjaldinu. Hann noti myndirnar frekar til þess að vekja athygli á þeim stöðum sem hann sæki heim, deili myndunum með fólki í von um góðar athugasemdir og ábendingar. Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tómas, sem er uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur, er sonur Guðbjarts Kristóferssonar sem kennt hefur mörgum MR-ingnum jarðfræði í gegnum árin. Áhuginn á íslenskri náttúru virðist hafa smitast en Tómas er virkur í Ferðafélagi Íslands þar sem hann er oft í hlutverki leiðsögumanns. „Ég ólst upp við þetta. Pabbi er jarðfræðingur og við bræðurnir ferðuðumst með pabbba úti um allt,“ segir Tómas um sumurin í æsku. Þá voru tjöldin þó af öðrum toga, ekki jafnmeðfærileg og í dag. „Þetta voru þessi þungu Geysistjöld, tíu til fimmtán kíló,“ segir Tómas. Það hafi auðvitað verið ákveðin stemning í því en nú sé allt annað dæmi í boði. Það snúi ekki bara að því hve miklu léttari tjöldin eru orðin, tvö til þrjú kíló, heldur safnast ekki raki inni í þeim og þau virka fyrir alla árstíma. Að neðan má sjá myndband Ólafs Más Björnssonar læknis frá göngu á Kirkjufell. Kirkjufell - FÍFL from Olafur Mar Bjornsson on Vimeo.Hugmyndin með að fara með tjöldin á óvenjulega staði snúi að nokkrum þáttum. Til dæmis að sýna fólki að þau séu ekki sérstaklega þung og svo líka hve skamman tíma það taki í raun og veru að tjalda. Ekki nema á fjórðu mínútu eins og sjá má í meðfylgjandi kennslumyndbandi sem Ólafur Már Björnsson skaut af Tómasi á dögunum.„Aðaltilgangurinn með bröltinu er að gera eitthvað skemmtilegt en um leið að auglýsa þessa ósnortnu náttúru,“ segir Tómas. Þó skipti miklu máli að ganga vel um, skilja ekkert eftir sig og fara eftir settum reglum. En aftur að tjaldinu því þar vill Tómas helst vera, í það minnsta á nóttunni því hann sefur hvergi betur.„En það eru margir hræddir við það að sofa í tjaldi, hafa slæma reynslu en hafa þá ekki verið að sofa í góðu tjaldi,“ segir Tómas. Bendir hann á að vindur geti vissulega tekið í tjaldið sem að valdi ónæði.„En ég helst að flestir séu sammála um að þeir sofi vel úti í náttúrunni,“ segir skurðlæknirinn og bætir við að persónulega finnist honum gott að tjalda nálægt læk. Þá sé ekki verra ef það rigni á nóttunni.„Á Hornströndum geturðu fundið læk niðri við strönd og fengið rigningu líka. Það er svona þrír fyrir einn.“Það er heldur ekki aðeins persónuleg skoðun hans að það sé betra að sofa í tjaldi en innandyra. Hann vísar í rannsókn sem gerð var í Colorado sem staðfesti þetta. Unnið var með hóp fólks þar sem allir áttu það sameiginlegt að eiga erfitt með svefn. Helmingurinn var látinn sofa í tjaldi í nokkra daga og hinir heima hjá sér. Magn hormónsins melatóníns í báðum hópum var svo mælt og kom í ljós að það var meira hjá hópnum sem svaf í tjaldi. Melatónín er hormón sem myndast í heilakönglinum sem er fyrir miðju heilans. Melatónín á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku okkar og stuðlar að því að okkur syfjar jafnan á kvöldin og við erum vel vakandi á daginn.Hann finni það á sjálfum sér hvernig streitan renni úr sér þegar hann kemst í ósnortna náttúru. Tómas skrifaði einmitt grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann fjallaði um stóriðju - og virkjanaáráttu, sem hann kallar „stríð gegn ósnortnum víðernum“. Íslendingum beri skylda til að verja náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir.„Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi,“ segir Tómas.Samtals eigi þær að skila 419 MW, sem sé hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. „Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang.“Tómas skrifaði aðra grein í Fréttablaðið í dag í félagi við Ólaf Má Björnsson þar sem þeir vekja athygli á fossadagatali sínu í september. Þeir fóru á Strandir fyrr í sumar og hvetja til þess að látið verði af virkjunaráformum á Ströndum. Fjöldi fossa varð á vegi þeirra á ferðalaginu sem þeir vilja að settir verði í fyrsta sæti í stað Hvalárvirkjunar.Þessi grein er skreytt með ýmsum þeim stöðum sem Tómas hefur tjaldað á í sumar og birt myndir af á Facebook undir yfirskriftinni Fallegasta tjaldsvæði Íslands? Lesendur eru hvattir til að leggja til fleiri tjaldstæði í ummælakerfinu hér að neðan. Myndirnar tóku auk Tómasar útivistargarparnir Ólafur Már og Sigtryggur Ari Jóhannesson. Fleiri myndir má sjá í albúminu að neðan með því að ýta á örvarnar eða draga myndirnar með fingrunum (í snjallsíma).Tjaldið komið upp við læk í Bjarnarfirði á Ströndum.Á Geirólfsgnúpi á Ströndum.Tjaldið á Drottningunni sjálfri, Herðubreið.Tjaldað við Kollumúla í Landsöræfum.Rauða tjaldið á toppi Mælifells.Tjaldið í hlíðum Skálfjalls.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira