Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 15:51 Gervitunglamynd sem sýnir leifar Harvey þegar þær gengu á land í Lúisíana í dag. NASA/NOAA GOES Project Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent