Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta Dagur Lárusson skrifar 31. ágúst 2017 15:00 Emil Hallfreðsson telur að íslenska landsliðið eigi góða möguleika í leik sínum gegn Finnum í undankeppni HM 2018 sem fer fram á laugardaginn í Helsinki. Emil og liðsfélagar hans æfðu í morgun og svöruðu spurningum fréttamanna. „Ég held að riðillinn sýni það að við eigum góða möguleika enda erum við með mun fleiri stig heldur en þeir. Við höfum staðið okkur vel,“ sagði Emil í viðtali við Arnar Björnsson í morgun. Hann man þó eftir leiknum í Laugardalnum þar sem hann segir að liðið hafi verið heppið að sleppa með sigur. „Við verðum að muna hvernig þetta var í Laugardalnum, við vorum í raun bara í tómu veseni og vorum mjög heppnir með að hafa tekið sigur. Þess vegna verðum við að vera á tánum ef við ætlum að taka þrjú stig hérna.“ Emil telur sig ekki finna fyrir miklum mun á undirbúningi fyrir þennan leik og fyrir leiki á EM. „Nei í rauninni ekki, þetta er bara mjög svipað ef ég á að segja eins og er. Heimir og Helgi eru bara með þetta í góðum gír þannig ég sé ekki mikinn mun.“ Aðspurður út í það hvort að sjálfstraust liðsins hafi aukist eftir EM sagði Emil það ekki hafa breyst mikið enda hafi hópurinn alltaf haft mikið sjálfstraut undanfarin ári. „Það gæti vel verið en ég tel þó að sjálfstraustið hafi verið nokkuð gott undanfarin ár.“ „Við þurfum bara að mæta þeim alls staðar á vellinum, þetta verður hörkubarátta. Við höfum heyrt að þeir séu búnir að taka inn einhverja stóra og sterka leikmenn, sem verður þó ekkert verra fyrir okkur enda erum við alltaf klárir í baráttuna,“ sagði Emil. Emil og Arnar Björnsson voru greinilega báðir í miklum gír í morgun en erfiðlega reyndist að byrja viðtalið þar sem að það var stutt í hláturinn hjá Emil. Það má sjá myndband af því hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Fjör í FanZone í Helsinki Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna. 31. ágúst 2017 13:25 Fótboltalandsliðið líka komið til Helsinki Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu eru komnir til Finnlands þar sem þeir munu undirbúa sig undir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. 28. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Emil Hallfreðsson telur að íslenska landsliðið eigi góða möguleika í leik sínum gegn Finnum í undankeppni HM 2018 sem fer fram á laugardaginn í Helsinki. Emil og liðsfélagar hans æfðu í morgun og svöruðu spurningum fréttamanna. „Ég held að riðillinn sýni það að við eigum góða möguleika enda erum við með mun fleiri stig heldur en þeir. Við höfum staðið okkur vel,“ sagði Emil í viðtali við Arnar Björnsson í morgun. Hann man þó eftir leiknum í Laugardalnum þar sem hann segir að liðið hafi verið heppið að sleppa með sigur. „Við verðum að muna hvernig þetta var í Laugardalnum, við vorum í raun bara í tómu veseni og vorum mjög heppnir með að hafa tekið sigur. Þess vegna verðum við að vera á tánum ef við ætlum að taka þrjú stig hérna.“ Emil telur sig ekki finna fyrir miklum mun á undirbúningi fyrir þennan leik og fyrir leiki á EM. „Nei í rauninni ekki, þetta er bara mjög svipað ef ég á að segja eins og er. Heimir og Helgi eru bara með þetta í góðum gír þannig ég sé ekki mikinn mun.“ Aðspurður út í það hvort að sjálfstraust liðsins hafi aukist eftir EM sagði Emil það ekki hafa breyst mikið enda hafi hópurinn alltaf haft mikið sjálfstraut undanfarin ári. „Það gæti vel verið en ég tel þó að sjálfstraustið hafi verið nokkuð gott undanfarin ár.“ „Við þurfum bara að mæta þeim alls staðar á vellinum, þetta verður hörkubarátta. Við höfum heyrt að þeir séu búnir að taka inn einhverja stóra og sterka leikmenn, sem verður þó ekkert verra fyrir okkur enda erum við alltaf klárir í baráttuna,“ sagði Emil. Emil og Arnar Björnsson voru greinilega báðir í miklum gír í morgun en erfiðlega reyndist að byrja viðtalið þar sem að það var stutt í hláturinn hjá Emil. Það má sjá myndband af því hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Fjör í FanZone í Helsinki Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna. 31. ágúst 2017 13:25 Fótboltalandsliðið líka komið til Helsinki Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu eru komnir til Finnlands þar sem þeir munu undirbúa sig undir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. 28. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Fjör í FanZone í Helsinki Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna. 31. ágúst 2017 13:25
Fótboltalandsliðið líka komið til Helsinki Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu eru komnir til Finnlands þar sem þeir munu undirbúa sig undir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. 28. ágúst 2017 22:00