Golf

Lið Evrópu þarf kraftaverk til að hirða Solheim bikarinn af liði Bandaríkjanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristie Kerr varð í gær stigahæsti kylfingur Bandaríkjanna í Solheim bikarnum
Cristie Kerr varð í gær stigahæsti kylfingur Bandaríkjanna í Solheim bikarnum Mynd/Getty
Bandaríkin eru svo gott sem búin að tryggja sér Solheim bikarinn í golfi eftir góða frammistöðu í gær. Forysta liðs Bandaríkjanna er nú 10 og hálft stig á móti 5 og hálfu stigi liðs Evrópu.

Þær evrópsku Jodi Ewart Shadoff og Anna Nordqvist unnu sína fjórboltakeppni (e. fourball) 4&2, en þær bandarísku tóku hinar þrjár fjórboltakeppnirnar.

Fjórmenningskeppnirnar (e. foursomes) skiptust jafnt á milli liða, Bandaríkin unnu tvær og Evrópska liðið tvær.

Í dag verða leiknar 12 einstaklingsviðureignir og þarf lið Bandaríkjanna aðeins þrjú og hálft stig til þess að tryggja sér bikarinn.

Hin bandaríska Cristie Kerr varð í gær stigahæsti kylfingur Bandaríkjanna í Solheim bikarnum frá upphafi þegar hún vann sinn 19. sigur á mótinu.

Sýnt verður beint frá mótinu í dag á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 16:00


Tengdar fréttir

Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins

Úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu í kvennagólfi mætast nú um helgina í Iowa í Bandaríkjunum þar sem keppt er um Solheim bikarinn. Bandaríkin fara með ágætis forskot inn í annan keppnisdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×