Sumarið framlengt: Landsmenn hvattir til að nýta veðurblíðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:12 Íslendingar víðast hvar á landinu gætu fengið tækifæri til sólbaða næstu daga ef fram fer sem horfir. Vísir/Eyþór Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður. Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira
Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður.
Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira