Börnin og dauðinn Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Þegar ég var ungur prestur hitti ég eitt sinn miðaldra mann sem sagði mér frá því að hann og systkinahópur hans hefðu misst móður sína þegar þau voru börn að aldri. Það hafði verið erfitt, en það sem sat alltaf í honum var að á útfarardeginum var barnahópurinn allur sendur í berjamó og ekkert þeirra var viðstatt stundina í kirkjunni. Hann sagði mér að þessi ráðstöfun, að vera haldið frá kistulagningu og útför móður sinnar, hefði setið í honum alla ævi. Við sem störfum við sálgæslu höfum lært það og reynt á vettvangi hversu mikilvægt það er að fólk hafi rými og tíma til að kveðja þegar dauðann ber að garði. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að oft eru margar kveðjustundir við dánarbeðinn og nærvera við opna kistu. Ekki síst þegar um skyndidauða er að ræða eða fólk fellur frá í blóma lífsins. Oft spyrja foreldrar mig að því hvort það sé ráðlegt að börn komi að dánarbeð eða í kistulagningu og sjái látinn ástvin. Fólk er eðlilega kvíðið og spyrjandi hvað sé börnum og ungu fólki fyrir bestu. Reynsla mín er sú að það er ekkert varðandi dauðann sem skuli haldið frá börnum. Dauðinn er aldrei hversdagslegur, ekki frekar en fæðing barns inn í þennan heim. En hann er óhjákvæmilegur hluti af lífinu. Börn eru skapandi og tilfinningalega hæf andspænis dauðanum. Ósjaldan hef ég séð litlar hendur leggja í kistu ástvinar perluð hjörtu, litla bangsa, sendibréf, teikningar eða ljósmyndir og tjá þannig ást sína og söknuð. Með því að taka börnin gild sem syrgjendur erum við að lýsa þau gild sem manneskjur og það er mikilvægt að finna skapandi leiðir svo þau séu þátttakendur og hluti hópsins á eigin forsendum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Þegar ég var ungur prestur hitti ég eitt sinn miðaldra mann sem sagði mér frá því að hann og systkinahópur hans hefðu misst móður sína þegar þau voru börn að aldri. Það hafði verið erfitt, en það sem sat alltaf í honum var að á útfarardeginum var barnahópurinn allur sendur í berjamó og ekkert þeirra var viðstatt stundina í kirkjunni. Hann sagði mér að þessi ráðstöfun, að vera haldið frá kistulagningu og útför móður sinnar, hefði setið í honum alla ævi. Við sem störfum við sálgæslu höfum lært það og reynt á vettvangi hversu mikilvægt það er að fólk hafi rými og tíma til að kveðja þegar dauðann ber að garði. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að oft eru margar kveðjustundir við dánarbeðinn og nærvera við opna kistu. Ekki síst þegar um skyndidauða er að ræða eða fólk fellur frá í blóma lífsins. Oft spyrja foreldrar mig að því hvort það sé ráðlegt að börn komi að dánarbeð eða í kistulagningu og sjái látinn ástvin. Fólk er eðlilega kvíðið og spyrjandi hvað sé börnum og ungu fólki fyrir bestu. Reynsla mín er sú að það er ekkert varðandi dauðann sem skuli haldið frá börnum. Dauðinn er aldrei hversdagslegur, ekki frekar en fæðing barns inn í þennan heim. En hann er óhjákvæmilegur hluti af lífinu. Börn eru skapandi og tilfinningalega hæf andspænis dauðanum. Ósjaldan hef ég séð litlar hendur leggja í kistu ástvinar perluð hjörtu, litla bangsa, sendibréf, teikningar eða ljósmyndir og tjá þannig ást sína og söknuð. Með því að taka börnin gild sem syrgjendur erum við að lýsa þau gild sem manneskjur og það er mikilvægt að finna skapandi leiðir svo þau séu þátttakendur og hluti hópsins á eigin forsendum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun