Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 21:00 Gárungarnir hafa kallað Sævar Helga Sólmyrkva-Sævar eftir að hann stóð að því að gefa skólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu fyrir tveimur árum. Vísir/Sævar Helgi Bragason Fólk gapti og trúði ekki eigin augum þegar sólin myrkvaðist yfir Bandaríkjunum í gær. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engin orð til sem geta lýst því sem fólk upplifi við almyrkva. Almyrkvinn á sólu í gær var sá fyrsti sem gekk yfir Bandaríkin þver í 99 ár. Sævar Helgi fylgdist með sjónarspilinu nærri bænum Glendo í Wyoming-ríki. Sá staður varð fyrir valinu þar sem hann var hvað næstur miðlínu myrkvans en þar stóð almyrkvinn lengst, tæpa tvær og hálfa mínútu. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það er sagt að það séu til orð yfir allt á íslensku en það eru bara ekki til orð til að lýsa því sem maður sér og upplifir þegar maður horfir á þetta. Þetta er engu líkt,“ segir Sævar Helgi sem var enn uppnuminn þegar Vísir náði tali af honum síðdegis í dag. Svo mikil voru hughrifin að Sævar Helgi segist fá gæsahúð í hvert skipti sem hann segi fólki frá upplifuninni. Almyrkvi sé eitthvað sem allir verði að upplifa um ævina. „Maður sér skugga tunglsins nálgast mann. Smám saman dimmir, maður finnur hitastigið lækka, birtuna breytast. Maður heyrir dýraríkið þagna, öll náttúran bregst við. Það er ótrúlega sterkt að upplifa það,“ segir Sævar Helgi.Kóróna sólarinnar varð greinileg þegar tunglið myrkvaði skífu hennar algerlega. Kórónan er ysta lag lofthjúps sólarinnar og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.Sævar Helgi BragasonSkemmtilegra að deila með öðru fólkiMikill áhugi var á sólmyrkvanum vestanhafs og var gríðarleg umferð í kringum slóð skuggans yfir Bandaríkin. Sævar Helgi segir að bílferðin til Glendo hafi átt að taka fjórar klukkustundir en hún hafi tekið sex klukkustundir vegna umferðarinnar. Heimferðin tók svo heilar tíu klukkustundir. Upphaflega ætlaði Sævar Helgi og samferðarfólk hans að njóta almyrkvans í bænum Casper í Wyoming en umferðarþunginn varð til þess að þau breyttu þeim áformum. Var Sævar Helgi jafnvel farinn að óttast að þau kæmust ekki á staðinn í tæka tíð en allt fór þó vel að lokum. „Það voru tugir þúsunda sem ætluðu að leggja leið sína þangað. Fólk lagði bara úti í vegarkanti og kom sér fyrir hér og þar til að fylgjast með,“ segir Sævar Helgi. Stemming á meðal fólksins var þó skemmtileg að hans sögn. Hann og félagar hans drógu skiljanlega að sér nokkra athygli enda betur tækjum búnir en flestir aðrir. „Þá leið manni bara eins og þegar maður er heima að sýna Íslendingum himininn. Það er það sem gefur þessu ennþá meira vægi enda skemmtilegra að deila þessu með öðrum,“ segir Sævar Helgi sem varð þjóðþekktur þegar hann og fleiri höfðu frumkvæði að því að dreifa sólmyrkvagleraugum til skólabarna fyrir deildarmyrkvann á Íslandi fyrir tveimur árum.Samsett mynd sem sýnir hvernig tunglið gekk fyrir sólina yfir Wyoming í gærmorgun.Sævar Helgi BragasonLangferðir til að upplifa myrkvaÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Sævar Helgi leggur land undir fót til að verða vitni að almyrkva á sólu. Í fyrra fór hann og tveir félagar hans í langt ferðalag til Indónesíu í sama tilgangi. Hann segir upplifunina nú betri en í fyrra þar sem að himininn yfir Bandaríkjunum var heiðari en í Indónesíu. „Við sáum kórónu sólarinnar mun betur fyrir vikið. Svo blasti Venus við sem var rosalega áberandi þegar myrkvaði,“ segir Sævar Helgi sem ætlar sér einnig að fara til Síle til að sjá almyrkva þar eftir tvö ár.Þessi skólabörn í Missouri voru á meðal þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem fylgdust hugfangnar með almyrkvanum í gær.Vísir/AFP Vísindi Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Fólk gapti og trúði ekki eigin augum þegar sólin myrkvaðist yfir Bandaríkjunum í gær. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engin orð til sem geta lýst því sem fólk upplifi við almyrkva. Almyrkvinn á sólu í gær var sá fyrsti sem gekk yfir Bandaríkin þver í 99 ár. Sævar Helgi fylgdist með sjónarspilinu nærri bænum Glendo í Wyoming-ríki. Sá staður varð fyrir valinu þar sem hann var hvað næstur miðlínu myrkvans en þar stóð almyrkvinn lengst, tæpa tvær og hálfa mínútu. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það er sagt að það séu til orð yfir allt á íslensku en það eru bara ekki til orð til að lýsa því sem maður sér og upplifir þegar maður horfir á þetta. Þetta er engu líkt,“ segir Sævar Helgi sem var enn uppnuminn þegar Vísir náði tali af honum síðdegis í dag. Svo mikil voru hughrifin að Sævar Helgi segist fá gæsahúð í hvert skipti sem hann segi fólki frá upplifuninni. Almyrkvi sé eitthvað sem allir verði að upplifa um ævina. „Maður sér skugga tunglsins nálgast mann. Smám saman dimmir, maður finnur hitastigið lækka, birtuna breytast. Maður heyrir dýraríkið þagna, öll náttúran bregst við. Það er ótrúlega sterkt að upplifa það,“ segir Sævar Helgi.Kóróna sólarinnar varð greinileg þegar tunglið myrkvaði skífu hennar algerlega. Kórónan er ysta lag lofthjúps sólarinnar og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.Sævar Helgi BragasonSkemmtilegra að deila með öðru fólkiMikill áhugi var á sólmyrkvanum vestanhafs og var gríðarleg umferð í kringum slóð skuggans yfir Bandaríkin. Sævar Helgi segir að bílferðin til Glendo hafi átt að taka fjórar klukkustundir en hún hafi tekið sex klukkustundir vegna umferðarinnar. Heimferðin tók svo heilar tíu klukkustundir. Upphaflega ætlaði Sævar Helgi og samferðarfólk hans að njóta almyrkvans í bænum Casper í Wyoming en umferðarþunginn varð til þess að þau breyttu þeim áformum. Var Sævar Helgi jafnvel farinn að óttast að þau kæmust ekki á staðinn í tæka tíð en allt fór þó vel að lokum. „Það voru tugir þúsunda sem ætluðu að leggja leið sína þangað. Fólk lagði bara úti í vegarkanti og kom sér fyrir hér og þar til að fylgjast með,“ segir Sævar Helgi. Stemming á meðal fólksins var þó skemmtileg að hans sögn. Hann og félagar hans drógu skiljanlega að sér nokkra athygli enda betur tækjum búnir en flestir aðrir. „Þá leið manni bara eins og þegar maður er heima að sýna Íslendingum himininn. Það er það sem gefur þessu ennþá meira vægi enda skemmtilegra að deila þessu með öðrum,“ segir Sævar Helgi sem varð þjóðþekktur þegar hann og fleiri höfðu frumkvæði að því að dreifa sólmyrkvagleraugum til skólabarna fyrir deildarmyrkvann á Íslandi fyrir tveimur árum.Samsett mynd sem sýnir hvernig tunglið gekk fyrir sólina yfir Wyoming í gærmorgun.Sævar Helgi BragasonLangferðir til að upplifa myrkvaÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Sævar Helgi leggur land undir fót til að verða vitni að almyrkva á sólu. Í fyrra fór hann og tveir félagar hans í langt ferðalag til Indónesíu í sama tilgangi. Hann segir upplifunina nú betri en í fyrra þar sem að himininn yfir Bandaríkjunum var heiðari en í Indónesíu. „Við sáum kórónu sólarinnar mun betur fyrir vikið. Svo blasti Venus við sem var rosalega áberandi þegar myrkvaði,“ segir Sævar Helgi sem ætlar sér einnig að fara til Síle til að sjá almyrkva þar eftir tvö ár.Þessi skólabörn í Missouri voru á meðal þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem fylgdust hugfangnar með almyrkvanum í gær.Vísir/AFP
Vísindi Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43
Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30
Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30
Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11