Telja fjölda ferðamanna ofmetinn um fjórtán þúsund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 18:08 Fjöldi ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Vísir/Eyþór Isavia og Ferðamálastofa telja að fjöldi ferðamanna sem hingað kom til lands í júlí hafi verið ofmetinn um fjórtán þúsund ferðamenn. Ákveðið var að framkvæma könnun á meðal brottfararfarþega eftir að umræða skapaðist í vor um áreiðanleika fjöldatalningu á Keflavíkurflugvelli. Gerð varð úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þeirra sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum. Var það gert til að meta vægi þessara ferðamanna í í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum. Í tilkynningu frá Isavia og Ferðamálastofu segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að fimm prósent brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar. Er það því mat Isavia og Ferðamálastofu að af þeim 272 ferðamönnum sem hingað komu í júlí hafi fjórtán þúsund verið sjálftengifarþegar og teljist þar með ekki til ferðamanna.Niðurstöður könnunarinnarVísir/AðsendAthygli vekur þó að samkvæmt könnuninni er þrjú prósent brottfararfarþega sjálftengifarþegar erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þá nýttu sex prósent þeirra farþega sem millilentu á Keflavíkurflugvelli tækifærið til þess að skoða sig um, án þess að gista. Þessir tveir hópar hafa ávallt verið taldir með í ferðamannatalningum en séu þeir undanskildir má reikna með að fjöldi ferðamanna hafi verið ofmetinn um átta til fjórtán prósent eða 21 þúsund til 38 þúsund farþega. Í tilkynningunni segir þó að brottfarartalningar á Keflavíkurflugvelli hafa frá upphafi verið birtar með ákveðnum fyrirvörum og taka niðurstöður mið af þeirri aðferðafræði sem viðhöfð. Gert er ráð fyrir að gerð verði önnur úrtakskönnun að vetri til svo sjá hvort munir sé á milli árstíða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Isavia og Ferðamálastofa telja að fjöldi ferðamanna sem hingað kom til lands í júlí hafi verið ofmetinn um fjórtán þúsund ferðamenn. Ákveðið var að framkvæma könnun á meðal brottfararfarþega eftir að umræða skapaðist í vor um áreiðanleika fjöldatalningu á Keflavíkurflugvelli. Gerð varð úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þeirra sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum. Var það gert til að meta vægi þessara ferðamanna í í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum. Í tilkynningu frá Isavia og Ferðamálastofu segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að fimm prósent brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar. Er það því mat Isavia og Ferðamálastofu að af þeim 272 ferðamönnum sem hingað komu í júlí hafi fjórtán þúsund verið sjálftengifarþegar og teljist þar með ekki til ferðamanna.Niðurstöður könnunarinnarVísir/AðsendAthygli vekur þó að samkvæmt könnuninni er þrjú prósent brottfararfarþega sjálftengifarþegar erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þá nýttu sex prósent þeirra farþega sem millilentu á Keflavíkurflugvelli tækifærið til þess að skoða sig um, án þess að gista. Þessir tveir hópar hafa ávallt verið taldir með í ferðamannatalningum en séu þeir undanskildir má reikna með að fjöldi ferðamanna hafi verið ofmetinn um átta til fjórtán prósent eða 21 þúsund til 38 þúsund farþega. Í tilkynningunni segir þó að brottfarartalningar á Keflavíkurflugvelli hafa frá upphafi verið birtar með ákveðnum fyrirvörum og taka niðurstöður mið af þeirri aðferðafræði sem viðhöfð. Gert er ráð fyrir að gerð verði önnur úrtakskönnun að vetri til svo sjá hvort munir sé á milli árstíða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40