Harry á erfitt með að fyrirgefa afskiptaleysi ljósmyndaranna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 23:08 Prinsarnir minnast Díönu þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Vísir/getty Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017 Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017
Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04
„Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00
Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53
Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32
Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09