Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. Núna klukkan sjö hefst íbúafundur í Reykjanesbæ vegna verksmiðjunnar. „Við viljum bara sjá allri starfsemi Silicon lokað,“ segir Einar Már Atlason, formaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að ljóst sé að verði rekstur United Silicon stöðvaður yrði það högg fyrir Reykjanesbæ. „Það er búið að fjárfesta í Helguvíkurhöfn fyrir milljarða króna, hún skuldar milljarða króna.“Hvernig lítur það þá út fyrir bænum ef starfsemin verður stöðvuð?„Það lítur náttúrulega ekki nógu vel út ef við horfum á það með gleraugum peningamálanna en við verðum að fara á stúfana og finna önnur verkefni ef þetta fer þannig en það er nú ekki komið svo langt.“En þið viljið fá verksmiðjuna í burtu?„Það fylgdi nú ekki bókun bæjarráðs. Það bókaði þannig að það vildi að verksmiðjunni yrði lokað á meðan verið væri að vinna í úrbótum og vinna út úr þeim vandamálum sem að þar eru og síðan yrði hún gangsett á ný,“ segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fjölmiðlar fengu tilkynningu frá Umhverfisstofnun í gærkvöldi um áform stofnunarinnar að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík, en forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um áformin undir kvöld í gær. Eftirlit Umhverfisstofnunar með verksmiðjunni er það umfangsmesta sem stofnunin hefur sinnt og er kostnaður þess farinn að hlaupa á milljónum. „Við höfnuðum fresti sem verksmiðjan bað um á sínum tíma. Við sögðum að þegar í stað yrði að gríða til ráðstafana. Það voru gerðar kröfur um það. Það var gripið til ráðstafana. Ráðstafanirnar hafa ekki skilað nægjanlegum árangri að okkar mati þannig að það er töluvert sem þarf að gera í viðbót og vandamáliðer víðtækara en við blasti þá, það liggur fyrir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun.Þrjú alvarleg mengunaróhöpp tilgreind Í bréfinu sem sent var í gær eru tiltekið það eftirlit sem stofnunin hefur sinnt í verksmiðjunni, niðurstöður þess og staða úrbóta sem krafist hefur verið. Þar segir meðal annars að frá upphafi rekstrar hafa komið upp fjölmörg vandamál við mengunarvarnir sem ekki hafa, enn sem komið er, verið leyst og styður það frásagnir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa sent inn um og yfir fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá kísilverinu til Umhverfisstofnunar. Að því viðbættu hafa orðið yfir tuttugu frávik í rekstrinum og flest tengjast þau ítrekuðum óhöppum eða bilunum þar sem mengun hefur sloppið í umhverfið. Þá hafa nokkur atvik verið skráð þar sem sum hráefni sem verksmiðjan notar séu spilliefni og setti Umhverfisstofnun út á meðhöndlun þeirra og geymslu og í sumum tilfellum hafa útbætur ekki verið gerðar. Umhverfisstofnun tilgreinir þrjú alvarleg mengunaróhöpp þar sem bruni hefur komið upp í verksmiðjunni sem öll hafa orðið til þess að ljósbogaofn verksmiðjunnar stöðvaðist og valdið mengun í kjölfarið. Í tveimur þessara atvika kemur fram að umgengni hafi verið ábótavant og að bæta þurfti verklag starfsmanna. Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur kísilversins þann 25. apríl síðast liðinn en samþykkti endurræsingu ljósbogaofnsins tæpum mánuði síðar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frá þeim þremur mánuðum síðan það gerðist hafa útbætur ekki gengið eftir og því áformar Umhverfisstofnun að stöðva starfsemi United Silicon. Forsvarsmenn verksmiðjunnar fá frest til 30. ágúst til þess að koma með athugasemdir vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar. Fréttastofan leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum United Silicon og sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, að stjórnendur komi ekki til með að tjá sig um ákvörðun Umhverfisstofnunar. United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. Núna klukkan sjö hefst íbúafundur í Reykjanesbæ vegna verksmiðjunnar. „Við viljum bara sjá allri starfsemi Silicon lokað,“ segir Einar Már Atlason, formaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að ljóst sé að verði rekstur United Silicon stöðvaður yrði það högg fyrir Reykjanesbæ. „Það er búið að fjárfesta í Helguvíkurhöfn fyrir milljarða króna, hún skuldar milljarða króna.“Hvernig lítur það þá út fyrir bænum ef starfsemin verður stöðvuð?„Það lítur náttúrulega ekki nógu vel út ef við horfum á það með gleraugum peningamálanna en við verðum að fara á stúfana og finna önnur verkefni ef þetta fer þannig en það er nú ekki komið svo langt.“En þið viljið fá verksmiðjuna í burtu?„Það fylgdi nú ekki bókun bæjarráðs. Það bókaði þannig að það vildi að verksmiðjunni yrði lokað á meðan verið væri að vinna í úrbótum og vinna út úr þeim vandamálum sem að þar eru og síðan yrði hún gangsett á ný,“ segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fjölmiðlar fengu tilkynningu frá Umhverfisstofnun í gærkvöldi um áform stofnunarinnar að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík, en forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um áformin undir kvöld í gær. Eftirlit Umhverfisstofnunar með verksmiðjunni er það umfangsmesta sem stofnunin hefur sinnt og er kostnaður þess farinn að hlaupa á milljónum. „Við höfnuðum fresti sem verksmiðjan bað um á sínum tíma. Við sögðum að þegar í stað yrði að gríða til ráðstafana. Það voru gerðar kröfur um það. Það var gripið til ráðstafana. Ráðstafanirnar hafa ekki skilað nægjanlegum árangri að okkar mati þannig að það er töluvert sem þarf að gera í viðbót og vandamáliðer víðtækara en við blasti þá, það liggur fyrir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun.Þrjú alvarleg mengunaróhöpp tilgreind Í bréfinu sem sent var í gær eru tiltekið það eftirlit sem stofnunin hefur sinnt í verksmiðjunni, niðurstöður þess og staða úrbóta sem krafist hefur verið. Þar segir meðal annars að frá upphafi rekstrar hafa komið upp fjölmörg vandamál við mengunarvarnir sem ekki hafa, enn sem komið er, verið leyst og styður það frásagnir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa sent inn um og yfir fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá kísilverinu til Umhverfisstofnunar. Að því viðbættu hafa orðið yfir tuttugu frávik í rekstrinum og flest tengjast þau ítrekuðum óhöppum eða bilunum þar sem mengun hefur sloppið í umhverfið. Þá hafa nokkur atvik verið skráð þar sem sum hráefni sem verksmiðjan notar séu spilliefni og setti Umhverfisstofnun út á meðhöndlun þeirra og geymslu og í sumum tilfellum hafa útbætur ekki verið gerðar. Umhverfisstofnun tilgreinir þrjú alvarleg mengunaróhöpp þar sem bruni hefur komið upp í verksmiðjunni sem öll hafa orðið til þess að ljósbogaofn verksmiðjunnar stöðvaðist og valdið mengun í kjölfarið. Í tveimur þessara atvika kemur fram að umgengni hafi verið ábótavant og að bæta þurfti verklag starfsmanna. Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur kísilversins þann 25. apríl síðast liðinn en samþykkti endurræsingu ljósbogaofnsins tæpum mánuði síðar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frá þeim þremur mánuðum síðan það gerðist hafa útbætur ekki gengið eftir og því áformar Umhverfisstofnun að stöðva starfsemi United Silicon. Forsvarsmenn verksmiðjunnar fá frest til 30. ágúst til þess að koma með athugasemdir vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar. Fréttastofan leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum United Silicon og sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, að stjórnendur komi ekki til með að tjá sig um ákvörðun Umhverfisstofnunar.
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45